Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 12:28
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í enska: Diallo byrjar en Onana ekki í hóp - Átta breytingar hjá Tottenham
Amad Diallo byrjar hjá United
Amad Diallo byrjar hjá United
Mynd: EPA
Heung-Min Son er búinn að jafna sig af meiðslum
Heung-Min Son er búinn að jafna sig af meiðslum
Mynd: EPA
Þrír leikir í 36. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefjast klukkan 13:15 í dag.

Manchester United tekur á móti West Ham á Old Trafford og eru alls sex breytingar gerðar á liðinu.

Amad Diallo byrjar sinn fyrsta leik síðan í febrúar en Andre Onana, markvörður United, er ekki í hópnum. Mason Mount og Harry Amass byrja þá báðir.

Man Utd: Bayindir, Mazraoui, Yoro, Shaw, Amad, Ugarte, Mainoo, Amass, Fernandes, Mount, Hojlund.

West Ham: Areola, Todibo, Kilman, Cresswell, Wan-Bissaka, Soucek, Ward-Prowse, Rodriguez, Coufal, Bowen, Kudus.

Forest mætir Leicester á City Ground. Morato byrjar í vörninni hjá heimamönnum en Ruud van Nistelrooy breytir ekki liðinu sem vann 2-0 sigur á Southampton síðustu helgi.

Forest: Sels; Aina, Milenkovic, Morato, Williams; Anderson, Sangare; Dominguez, Elanga, Gibbs-White; Wood

Leicester: Stolarczyk; Justin, Faes, Coady, Thomas; Skipp, Ndidi, El Khannouss, McAteer, Ayew; Vardy

Ange Postecoglou gerir alls átta breytingar á liði Tottenham sem mætir Crystal Palace í Lundúnum.

Pedro Porro, Dejan Kulusveski og Rodrigo Bentancur eru þeir einu sem halda sæti sínu í liðinu og þá kemur Heung-Min Son, sem hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum, á bekkinn.

Tottenham: Kinsky, Danso, Porro, Spence, Davies, Gray, Bentancur, Kulusevski, Tel, Odobert, Sarr.

Palace: Henderson, Mitchell, Lacroix, Richards, Guehi, Munoz, Sarr, Lerma, Hughes, Eze, Mateta.
Athugasemdir
banner
banner