Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 12:17
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona deildarmeistari sjötta árið í röð
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Kvennalið Barcelona varð spænskur deildarmeistari sjötta árið í röð er liðið slátraði Real Betis, 9-0, í næst síðustu umferð deildarinnar í dag.

Spænska stórveldið hefur með yfirráð í Liga F síðustu ár en deildin hefur þó verið mun jafnari á þessu tímabili en síðustu ár.

Barcelona átti möguleika á því að fagna deildarmeistaratitlinum í dag en liðið þurfti að vinna sinn leik og treysta á að Real Madrid myndi tapa stigum.

Real Madrid gerði 1-1 jafntefli við Tenerife og nýtti Barcelona tækifærið með því að niðurlægja Real Betis.

Claudia Pina og Ewa Pajor voru báðar með þrennu, Alexia Putellas tvö og þá gerði Esmee Brugts eitt í 9-0 stórsigri.

Sigurinn þýðir að Barcelona er deildarmeistari sjötta árið í röð og í tíunda sinn í sögunni.

Barcelona stefnir á að vinna þrennuna í þriðja sinn í sögu félagsins. Það náði þeim magnaða árangri tímabilið 2020-2021 og síðan aftur á síðasta tímabili.


Athugasemdir