Carlo Ancelotti hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Brasilíu en David Ornstein, einn áreiðanlegasti fótboltablaðamaður Bretlandseyja, greinir frá þessu.
Þetta hefur farið svolítið fram og til baka með Ancelotti, en í lok síðasta mánaðar var sagt frá því að hann hefði hafnað Brasilíu. En núna er hann búinn að skrifa undir. Brasilíska sambandið á bara eftir að staðfesta það.
Þetta hefur farið svolítið fram og til baka með Ancelotti, en í lok síðasta mánaðar var sagt frá því að hann hefði hafnað Brasilíu. En núna er hann búinn að skrifa undir. Brasilíska sambandið á bara eftir að staðfesta það.
Ancelotti hefur síðustu ár náð mögnuðum árangri með Real Madrid en hann er einn sigursælasti stjóri í sögu fótboltans.
Núna er hann í fyrsta sinn að taka við landsliði og fær hann það stóra verkefni að stýra Brasilíu á HM 2026.
Xabi Alonso mun taka við Real Madrid af Ancelotti.
Athugasemdir