Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Svona er bikarvikan: 16-liða úrslit fara af stað á morgun
Ríkjandi bikarmeistarar í KA eiga leik gegn Fram á fimmtudagskvöld.
Ríkjandi bikarmeistarar í KA eiga leik gegn Fram á fimmtudagskvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
16-liða úrslit Mjólkurbikars karla fara í gang á morgun þegar Lengjudeildarliðin Selfoss og Þór eigast við.

Það verður tvíhöfði á Akranesi á miðvikudaginn. Klukkan 17:30 leika ÍA og Afturelding á aðalvellinum og svo klukkan 20 mætast Kári og Stjarnan í Akraneshöllinni.

Tveir leikir verða sýndir beint á RÚV 2, það er leikur KR og ÍBV á miðvikudag og svo leika toppliðin Breiðablik og Vestri á Kópavogsvelli á fimmtudagskvöld.

Allir leikirnir verða í beinum textalýsingum hér á Fótbolta.net.

þriðjudagur 13. maí
18:00 Selfoss-Þór (JÁVERK-völlurinn)

miðvikudagur 14. maí
17:30 ÍA-Afturelding (ELKEM völlurinn)
18:00 KR-ÍBV (AVIS völlurinn) - RÚV 2
18:00 Keflavík-Víkingur Ó. (HS Orku völlurinn)
19:15 Valur-Þróttur R. (N1-völlurinn Hlíðarenda)
20:00 Kári-Stjarnan (Akraneshöllin)

fimmtudagur 15. maí
18:00 KA-Fram (Greifavöllurinn)
19:30 Breiðablik-Vestri (Kópavogsvöllur) - RÚV 2
Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Athugasemdir
banner
banner