Eddie Howe og Enzo Maresca, þjálfarar Newcastle og Chelsea, svöruðu spurningum eftir viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Heimamenn í Newcastle tóku forystuna snemma leiks en gestirnir í liði Chelsea þurftu að spila allan seinni hálfleikinn leikmanni færri, eftir að Nicolas Jackson fékk beint rautt spjald fyrir að gefa frá sér olnbogaskot.
Howe og Maresca eru sammála um að rauða spjaldið hafi haft neikvæð áhrif á þennan spennandi slag um Meistaradeildarsæti. Newcastle er í þriðja sæti með 66 stig eftir sigurinn á meðan Chelsea situr eftir í fimmta sæti með 63 stig.
„Ég er viss um að þetta er ekki viljandi gert hjá Jackson með olnbogaskotið, en þegar maður horfir á upptöku af þessu þá lítur þetta mjög illa út. Rauða spjaldið gjörbreytti leiknum en við verðum að hrósa Chelsea fyrir að hafa spilað góðan leik manni færri," sagði Howe.
„Strákarnir gerðu vel að spila öruggan og agaðan fótboltaleik án þess að gefa færi á sér. Við gerðum vel að halda forystunni til að ná okkur í dýrmæt stig. Ég er mjög ánægður með hvernig við vörðumst í þessum leik þó að Nick (Pope) hafi þurft að verja tvisvar sinnum meistaralega."
Maresca tók undir orð kollega síns og ýjaði að því að hann sé ekki sammála litnum á spjaldinu sem Jackson fékk.
„Það er nógu erfitt að mæta á þennan leikvang til að spila venjulegan fótboltaleik, hvað þá með 10 leikmenn gegn 11. Rauða spjaldið breytti þessum leik. Við töpuðum en ég er samt stoltur af strákunum því þeir spiluðu vel. Við sköpuðum þrjú góð marktækifæri þrátt fyrir að vera manni færri á vellinum," sagði Maresca.
„Þegar það kemur að rauða spjaldinu þá vil ég ekki tjá mig um það. Ef dómarinn dæmir rautt spjald þá dæmir hann rautt spjald, það er ekki flókið. Það eina er að dómgæslan virðist vera mismunandi á milli leikvanga, það virðist fara stundum eftir því hversu mikil læti eru hverju sinni hvort dómarinn dæmi eða ekki. Það er eins og hávaðinn í áhorfendum hjálpi dómaranum að taka ákvarðanir."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir