Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 17:26
Ívan Guðjón Baldursson
England: Arsenal kom til baka og jafnaði á Anfield
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Liverpool 2 - 2 Arsenal
1-0 Cody Gakpo ('20)
2-0 Luis Diaz ('21)
2-1 Gabriel Martinelli ('47)
2-2 Mikel Merino ('70)
Rautt spjald: Mikel Merino, Arsenal ('79)

Arsenal stóð heiðursvörð fyrir Liverpool er liðin mættust á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Mikill vandræðagangur í varnarleik Arsenal einkenndi fyrstu 25 mínútur leiksins, þar sem klaufagangurinn gerði Liverpool kleift að skora tvö mörk með rétt rúmlega mínútu millibili.

Í bæði skiptin sofnaði William Saliba á verðinum til að gera Cody Gakpo og Luis Díaz kleift að skora sitthvort markið.

Það ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik, fyrir utan þessa eina mínútu þar sem heimamenn skoruðu tvö mörk. Staðan var þó 2-0 í leikhlé og mættu gestirnir grimmir til leiks í síðari hálfleik.

Gabriel Martinelli minnkaði muninn strax í upphafi og var Arsenal sterkara liðið á vellinum. Mikel Merino jafnaði metin þegar hann fylgdi frábærri marktilraun Martin Ödegaard eftir með skalla á 70. mínútu.

Liverpool vaknaði aftur til lífsins við að fá jöfnunarmark á sig en skömmu síðar var Merino rekinn af velli með sitt seinna gula spjald eftir mikinn vandræðagang í varnarleiknum.

Liverpool komst nálægt því að tryggja sér sigur á lokakafla leiksins. Bæði lið fengu góð marktækifæri en á allra síðustu sekúndunum setti Liverpool boltann í netið eftir mikinn atgang í kjölfar hornspyrnu. Dæmt var sóknarbrot á Ibrahima Konaté eftir athugun í VAR.

Lokatölur urðu því 2-2 líkt og í fyrri leiknum á Emirates síðasta haust.
Athugasemdir
banner
banner