Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 18:34
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Dýrmætir sigrar fyrir Athletic og Leganés
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Athletic Bilbao tók á móti Alavés í spænska boltanum í dag og tókst að hafa betur þökk sé sjálfsmarki frá Manu Sánchez í síðari hálfleik.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik og var örlítið meira líf eftir leikhlé. Það var þó afar lítið um færi svo lokatölur urðu 1-0 fyrir Athletic.

Þetta eru afar dýrmæt stig fyrir Athletic sem er núna fimm stigum frá því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu.

Tapið kemur sér illa fyrir Alavés sem er í harðri fallbaráttu, aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti eftir að Leganés vann sinn leik í dag.

Leganés lagði Espanyol að velli í fyrsta leik dagsins til að tryggja sér gríðarlega dýrmæt stig. Leganés komst í þriggja marka forystu á heimavelli en Espanyol náði að minnka muninn niður í eitt mark fyrir lokaflautið.

Lokatölur 3-2 og er Espanyol í þægilegri stöðu fimm stigum fyrir ofan fallsæti þrátt fyrir að hafa tapað síðustu þremur leikjum í röð.

Athletic Bilbao 1 - 0 Alaves
1-0 Manu Sanchez ('71 , sjálfsmark)

Leganes 3 - 2 Espanyol
1-0 Seydouba Cisse ('33 )
2-0 Yan Diomande ('41 )
3-0 Marash Kumbulla ('63 , sjálfsmark)
3-1 Leandro Cabrera ('79 )
3-2 Pere Milla ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner