Barcelona 4 - 3 Real Madrid
0-1 Kylian Mbappe ('5 , víti)
0-2 Kylian Mbappe ('14 )
1-2 Eric Garcia ('19 )
2-2 Lamine Yamal ('32 )
3-2 Raphinha ('34 )
4-2 Raphinha ('45 )
4-3 Kylian Mbappe ('70 )
0-1 Kylian Mbappe ('5 , víti)
0-2 Kylian Mbappe ('14 )
1-2 Eric Garcia ('19 )
2-2 Lamine Yamal ('32 )
3-2 Raphinha ('34 )
4-2 Raphinha ('45 )
4-3 Kylian Mbappe ('70 )
Spænska stórliðið Barcelona er einum sigri frá deildarmeistaratitlinum eftir að liðið vann ótrúlegan 4-3 sigur á erkifjendum sínum í Real Madrid í El Clasico í La Liga í dag.
Eftirvæntingin var mikil fyrir þessum leik enda nánast hreinn úrslitaleikur um titilinn. Madrídingar voru fjórum stigum á eftir Börsungum. Þeir gátu saxað á forystuna og komið spennu í titilbaráttunni en á hinn bóginn gat Barcelona nánast tryggt sér titilinn.
Madrídingar gátu ekki beðið um betri byrjun. Kylian Mbappe kom liðinu í 2-0 á fyrsta stundarfjórðunginum. Hann skoraði úr vítaspyrnu á 5. mínútu eftir að Wojciech Szczesny braut á honum innan teigs og níu mínútum síðar bætti hann við öðru eftir sendingu frá Vinicius Junior.
Barcelona komið í vond mál en náðu að hrista þetta af sér og svara með stæl.
Eric Garcia minnkaði muninn með skalla eftir hornspyrnu og jafnaði Lamine Yamal metin þrettán mínútum síðar með því að skrúifa boltanum í netið.
Ótrúleg endurkoma en það var bara byrjunin. Raphinha skoraði tvö mörk áður en hálfleikurinn var úti og heimamenn búnir að snúa taflinu við og rúmlega það.
Tuttugu mínútum fyrir leikslok komu Madrídingar til baka og var það Mbappe sem fullkomnaði þrennu sína eftir undirbúning Vinicius.
Það voru mörg vafatriði í leiknum og þurfti að stöðva leik nokkrum sinnum til að ráðfæra sig við VAR.
Undir lok leiks töldu Madrídingar sig hafa jafnað metin þegar Aurelien Tchouameni stangaði boltanum í netið eftir hornspyrnu en markið var dæmt þar sem Mbappe hoppaði yfir boltann í rangstöðu og hafði þannig áhrif á markvörðinn.
Tveimur mínútum síðar var tekið mark af Fermin Lopez á hinum enda vallarins
Rafmagnaður leikur í Barcelona og nákvæmlega eins og El Clasico á að vera. Fullt af mörkum, umdeildum atvikum og hiti.
Barcelona er á toppnum með sjö stiga forystu þegar þrír leikir eru eftir og útlit fyrir að Real Madrid fari titlalaust í gegnum þetta tímabil.
Athugasemdir