Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
Gunni Einars: Alltaf gott að sigra í leikjum
Hörður: Mætum sofandi til leiks í byrjun seinni
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Best í Mjólkurbikarnum: Þá var þetta komið gott
Jói Bjarna skoraði og lagði upp: Þetta er súrt og sætt
Karl Friðleifur: Það eru mismunandi skoðanir mér er alveg sama
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
„Eiginlega bara drullað yfir okkur"
banner
   sun 11. maí 2025 21:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við mjög 'professional'. Hefðum auðvitað getað klárað leikinn fyrr en mikilvægt að ná í þrjú stig," sagði Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur á KA í dag.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

Kristófer kom ekkert við sögu í dag en hann er að koma til baka hægt og rólega eftir að hafa fengið slæma sýkingu í kjölfar aðgerðar á báðum ökklum eftir síðasta tímabil. Hann stefndi að því að vera klár fyrir undirbúningstímabilið áður en sýkingin kom út.

„Hef líklegast verið með blöðru á tánni sem sýkingin hefur farið í gegnum, ég er ekki alveg viss hvernig ég fékk það, eitthvað mjög mikið óhapp sem tafði mig svolítið en maður er búinn að ná sér 100% núna, geggjað að vera kominn aftur á völlinn," sagði Kristófer.

„Ég horfði í rauninni á þetta sem meiðsli. Til að byrja með var þetta svolítið ógnvekjandi, maður vissi ekki hvað var að gerast. Maður tók þetta dag frá degi en sem betur fer er þetta búið að jafna sig mjög hratt og vel."

Hann er búinn að vera æfa vel og tilbúinn að spila sig í gang.

„Ég er búinn að vera æfa á fullu í þrjár vikur með liðinu. Maður er að koma sér í takt og byggja þetta upp með mínútum og tengja æfingar."

„Miðað við hvar maður var fyrir stuttu er maður mjög þakklátur og líst mjög vel á þetta," sagði Kristófer Ingi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner