Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   mán 12. maí 2025 21:27
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar.
Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tapaði í kvöld 1-3 fyrir Tindastól í framlengdum leik og datt þar með út úr Mjólkurbikarnum. Jóhannes Karl var að vonum svekktur að leikslokum.

„Mjög svo, ekki það sem við ætluðum okkur og bara heilt yfir vantar bara að skapa færi. Tindastólsstelpurnar eru feykilega góðar og verjast vel og í rauninni er það það sem hreinlega vantar upp á hjá okkur. Meiri gæði á síðasta þriðjung."


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Tindastóll

„Við vorum að koma okkur vel upp völlinn og láta boltann ganga vel en við erum hinsvegar ekki að ná að búa neitt til á síðasta þriðjungi í heildina erum við ekki að fá mikið af færum," sagði Jóhannes Karl.

Það vakti athygli að sjö breytingar voru gerðar á liði Stjörnunnar frá síðasta leik. Jóhannes sagði breytingarnar eiga eðlilegar skýringar.

„Við erum náttúrulega bara með breiðan og flottan hóp og spiluðum grasleik við FH á föstudaginn og fáum litla pásu á milli þannig við vildum fá bara ferskar fætur inn í þetta og við erum bara með það marga flotta leikmenn að þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar," sagði Jóhannes Karl.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner