Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   mán 12. maí 2025 21:27
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar.
Jóhannes Karl, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjarnan tapaði í kvöld 1-3 fyrir Tindastól í framlengdum leik og datt þar með út úr Mjólkurbikarnum. Jóhannes Karl var að vonum svekktur að leikslokum.

„Mjög svo, ekki það sem við ætluðum okkur og bara heilt yfir vantar bara að skapa færi. Tindastólsstelpurnar eru feykilega góðar og verjast vel og í rauninni er það það sem hreinlega vantar upp á hjá okkur. Meiri gæði á síðasta þriðjung."


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Tindastóll

„Við vorum að koma okkur vel upp völlinn og láta boltann ganga vel en við erum hinsvegar ekki að ná að búa neitt til á síðasta þriðjungi í heildina erum við ekki að fá mikið af færum," sagði Jóhannes Karl.

Það vakti athygli að sjö breytingar voru gerðar á liði Stjörnunnar frá síðasta leik. Jóhannes sagði breytingarnar eiga eðlilegar skýringar.

„Við erum náttúrulega bara með breiðan og flottan hóp og spiluðum grasleik við FH á föstudaginn og fáum litla pásu á milli þannig við vildum fá bara ferskar fætur inn í þetta og við erum bara með það marga flotta leikmenn að þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar," sagði Jóhannes Karl.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner