
„Tilfinningarnar eru blendnar, mjög blendnar. Ég er fyrst og fremst svekktur að tapa leiknum en á sama tíma er ég stoltur af liðinu mínu," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir tapa gegn ríkjandi bikarmeisturum Vals í framlengdum leik í Mjólkurbikarnum.
Fram spilaði mjög vel í leiknum og var 2-1 yfir í hálfleik, en Valur gerði fjórfalda breytingu í hálfleik. Þær jöfnuðu 2-2 og skoruðu sigurmarkið svo í framlengingu.
Fram spilaði mjög vel í leiknum og var 2-1 yfir í hálfleik, en Valur gerði fjórfalda breytingu í hálfleik. Þær jöfnuðu 2-2 og skoruðu sigurmarkið svo í framlengingu.
Óskar Smári byrjaði með lykilmenn á bekknum í dag. „Ég er búinn að segja það við stelpurnar að ég ætla að nota þennan hóp, ég er með frábæran hóp. Það eru leikmenn sem hafa beðið eftir tækifærinu og spiluðu gríðarlega vel. Að velja liðið gegn Þór/KA verður algjör hausverkur."
Það var komin þreyta í Framliðið í seinni hálfleik og þær lentu svolítið eftir á, en það var kraftur í þeim í framlengingunni og þær voru óheppnar að skora ekki áður en Valur gerði sigurmarkið.
„Mér hefði fundist sanngjarnast ef þessi leikur hefði farið í vítaspyrnukeppni," sagði Óskar.
„Þessi kraftur kom frá þeim. Við töluðum saman fyrir framlenginguna um að við ætluðum að klára þetta, og keyra á þær. Við erum í hörkustandi og styrktarþjálfarinn minn á allt hrós skilið. Það kom kraftur og trú í stelpurnar. Þetta eru bara við. Ég spurði Murr í hálfleik (framlengingarnnar) hvort við ættum að falla niður og hún sagði bara 'af hverju?'. Dom sagði það sama. Stelpurnar vildu keyra áfram á þær. Ég hugsaði bara um að breyta og fara neðar út af þreytu, en þær voru ekkert þreyttar. Þær skora úr horninu en ekki við, og það er munurinn á liðunum. Við erum úr í bikarnum í ár og núna fer fókusinn á deildina."
Það er ár síðan Fram tapaði 8-0 gegn Val í Mjólkurbikarnum, en það var öðruvísi leikur í dag. „Við erum á hraðri og góðri uppleið. Við höfum verið að gera hlutina vel," sagði Óskar Smári en allt viðtalið í spilaranum má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir