Liverpool gæti reynt við Osimhen - PSG ætlar ekki að selja Barcola - Williams orðaður við Arsenal
„Sýnir úr hverju menn eru gerðir þegar það er búið að berja á sér"
Gunnar Már: Sérð það á liðinu að sjálfstraustið er ekkert
Gústi Gylfa eftir fyrsta Breiðholtsslaginn: Ekki slegnir út af laginu
Mætti góðum vini sínum - „Klobbaði hann og þá fékk hann alveg að vita af því"
Jóhann Birnir: Það er akkúrat það sem við ætlum að vera
Árni Freyr: Tel mig og teymið vera nægilega gott til þess að snúa þessu við
Halli Hróðmars: Getum náð í úrslit líka þó að það dynji aðeins á okkur
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Agla María: Frammistaðan hefur alveg verið betri
Nik Chamberlain: Enginn vafi á því að við myndum vinna þennan leik
Pétur Rögnvalds: Óhress með sjálfan mig
Hulda Ösp: Ég var bara á réttum stað og á réttum tíma
Rakel Grétars: Það gekk ekkert upp
Guðni um endatakmarkið: Rosalegt hungur að gera það í ár
Jói um gula spjaldið: Greinilega mikið að gera hjá dómaranefndinni
Óli Kri: Sólin kemur upp á morgun og það eru fleiri verkefni framundan
Fanndís Friðriks: Þetta er bara ný keppni og okkur langar að vinna þennan titil
Arnar tekur erfiðar ákvarðanir í haust: Ætla að komast á HM með eða án ykkar
Willum: Við fengum fínustu færi og vorum óheppnir
„Alvaran byrjar í haust og þá fer þetta að telja"
   mán 12. maí 2025 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lambhagavellinum
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram.
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram er úr leik í bikarnum þrátt fyrir mjög flotta frammistöðu.
Fram er úr leik í bikarnum þrátt fyrir mjög flotta frammistöðu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningarnar eru blendnar, mjög blendnar. Ég er fyrst og fremst svekktur að tapa leiknum en á sama tíma er ég stoltur af liðinu mínu," sagði Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, eftir tapa gegn ríkjandi bikarmeisturum Vals í framlengdum leik í Mjólkurbikarnum.

Fram spilaði mjög vel í leiknum og var 2-1 yfir í hálfleik, en Valur gerði fjórfalda breytingu í hálfleik. Þær jöfnuðu 2-2 og skoruðu sigurmarkið svo í framlengingu.

Óskar Smári byrjaði með lykilmenn á bekknum í dag. „Ég er búinn að segja það við stelpurnar að ég ætla að nota þennan hóp, ég er með frábæran hóp. Það eru leikmenn sem hafa beðið eftir tækifærinu og spiluðu gríðarlega vel. Að velja liðið gegn Þór/KA verður algjör hausverkur."

Það var komin þreyta í Framliðið í seinni hálfleik og þær lentu svolítið eftir á, en það var kraftur í þeim í framlengingunni og þær voru óheppnar að skora ekki áður en Valur gerði sigurmarkið.

„Mér hefði fundist sanngjarnast ef þessi leikur hefði farið í vítaspyrnukeppni," sagði Óskar.

„Þessi kraftur kom frá þeim. Við töluðum saman fyrir framlenginguna um að við ætluðum að klára þetta, og keyra á þær. Við erum í hörkustandi og styrktarþjálfarinn minn á allt hrós skilið. Það kom kraftur og trú í stelpurnar. Þetta eru bara við. Ég spurði Murr í hálfleik (framlengingarnnar) hvort við ættum að falla niður og hún sagði bara 'af hverju?'. Dom sagði það sama. Stelpurnar vildu keyra áfram á þær. Ég hugsaði bara um að breyta og fara neðar út af þreytu, en þær voru ekkert þreyttar. Þær skora úr horninu en ekki við, og það er munurinn á liðunum. Við erum úr í bikarnum í ár og núna fer fókusinn á deildina."

Það er ár síðan Fram tapaði 8-0 gegn Val í Mjólkurbikarnum, en það var öðruvísi leikur í dag. „Við erum á hraðri og góðri uppleið. Við höfum verið að gera hlutina vel," sagði Óskar Smári en allt viðtalið í spilaranum má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner