Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sörloth skoraði fernu og bætti þrjátíu ára gamalt met
Mynd: EPA
Norski framherjinn Alexander Sörloth skoraði fernu þegar Atletico Madrid vann Real Sociedad í gær í spænsku deildinni.

Hann skoraði þrennu í fjögurra mínútna kafla á milli 7. og 11. mínútu. Þetta er fljótasta þrenna í sögu spænsku deildarinnar. Fjórða markið kom síðan eftir hálftíma leik.

Hann bætti met sem hafði staðið í þrjátíu ár. Brasilíski framherjinn Bebeto skoraði þrennu fyrir Deportivo La Coruna árið 1995.

Það tók Bebeto að fjórar mínútur og 43 sekúndur að skora þrennuna sína en Sörloth skoraði sína þrennu á þremur mínútum og 57 sekúndum.

Sörloth hefur skorað 17 mörk í 32 leikjum í spænsku deildinni á tímabilinu. Atletico er í 3. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Real Madrid og níu stigum á eftir Barcelona þegar liðið á þrjá leiki eftir en toppliðin eiga leik til góða innbyrðis í dag.


Athugasemdir
banner