Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Best í Mjólkurbikarnum: Þá var þetta komið gott
Jói Bjarna skoraði og lagði upp: Þetta er súrt og sætt
Karl Friðleifur: Það eru mismunandi skoðanir mér er alveg sama
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
„Eiginlega bara drullað yfir okkur"
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
   sun 11. maí 2025 22:48
Sölvi Haraldsson
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Ali Basem Almosawe
Ali Basem Almosawe
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður leikur hjá strákunum. Mikilvægasta í þessum leik var að fá þrjú stig og við gerðum það. Mér fannst frammistaðan mjög góð líka.“ sagði Ali Basem Almosawe, nýjasti leikmaður Víkinga, eftir 3-1 sigur á FH í kvöld. Ali kom inn á í kvöld þegar aðeins meira en 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 FH

Ali líður vel fyrstu dagana sína í Víkinni.

„Ég hef notið þess mjög mikið að vera hér fyrstu dagana. Strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér. Ég er auðvitað ennþá að læra á kerfið, hvernig ég á að pressa og svo framvegis. Mér líður eins og ég sé á góðri leið.“

Í kvöld fékk Ali aðeins meira en 20 mínútur sem er meira en hann fékk í seinasta leik gegn Fram.

„Mér líður alltaf betur og betur þegar ég spila meira. Sérstaklega þegar ég heyri stuðningsmennina syngja nafnið mitt svona snemma, það gefur manni mikið sjálfstraust. Ég vona að ég get gefið til baka til félagsins og stuðningsmennina.“

Er Ali búinn að setja sér einhver markmið fyrir tímabilið?

„Manni langar að hjálpa liðinu að vinna eins marga leiki og það getur. Bara hjálpa liðinu eins og ég get.“

Ali er mjög bjartsýnn fyrir framhaldið með Víkingum.

„Okkur líður öllum mjög vel. Við þurfum bara að halda áfram, stíga á bensíngjöfina og vinna eins marga leiki og við getum. Það er markmiðið hjá félaginu, við erum með miklar kröfur og væntingar og við viljum afreka margt.“

Viðtalið við Ali má finna í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner