Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skorað í fimm leikjum í röð - „Alltaf pressa að koma inn í eitt stærsta félag landsins"
Fagnar hér fyrra marki sínu í leiknum.
Fagnar hér fyrra marki sínu í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Gauti Sæbjörnsson, framherji KR, er kominn með fimm mörk í Bestu deildinni, hefur skorað í fjórum deildarleikjum í röð og alls fimm leikjum í röð. Hann skoraði tvö mörk í sigrinum gegn ÍBV á laugardag.

Hann er á sínu öðru tímabili í efstu deild, en hann missti af stórum hluta tímabilsins með HK í fyrra vegna meiðsla. Einungis Patrick Pedersen hefur skorað fleiri mörk en Eiður Gauti í deildinni til þessa.

Lestu um leikinn: KR 4 -  1 ÍBV

Hann er fæddur árið 1999 og hafði fyrir síðasta tímabil mest verið í því að hrella andstæðinga sína í 3. og aðallega 4. deild með Ými þar sem hann raðaði inn mörkum. Rætt var um Eið Gauta í Innkastinu þar sem sjötta umferð Bestu var gerð upp.

„Deildin er nýbyrjuð og hann er kominn með fimm mörk, var maður leiksins í þessum leik. Þvílík byrjun hjá þessum gæja! Ég held það sé ógeðslega gaman að vera nía sem getur skorað í svona fótboltaliði," segir Elvar Geir.

„Draumabyrjun, kemur inn í eitt stærsta félag landsins, það er alltaf pressa á mönnum í KR og að byrja svona er frábært fyrir hann. Auðvitað er kannski auðveldara að skora fimm mörk í liði sem er komið með 19 mörk, en ég ætla samt ekki að taka neitt af honum, þetta er bara frábært. Það er kannski erfitt stundum að þurfa standa frammi og horfa á vörnina hleypa inn svona mörgum mörkum, en það skiptir ekki máli þegar þú nærð að skora jafnmörg eða fleiri hinu megin," segir Almarr Ormarsson sem er fyrrum leikmaður KR.

KR er með tíu stig, hefur skorað nítján mörk og fengið á sig ellefu í fyrstu sex umferðunum.
Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 4 1 1 13 - 5 +8 13
2.    Vestri 6 4 1 1 8 - 2 +6 13
3.    Breiðablik 6 4 1 1 11 - 8 +3 13
4.    KR 6 2 4 0 19 - 11 +8 10
5.    Valur 6 2 3 1 14 - 10 +4 9
6.    Stjarnan 6 3 0 3 9 - 10 -1 9
7.    Afturelding 6 2 1 3 4 - 7 -3 7
8.    ÍBV 6 2 1 3 7 - 11 -4 7
9.    Fram 6 2 0 4 10 - 11 -1 6
10.    ÍA 6 2 0 4 6 - 15 -9 6
11.    FH 6 1 1 4 9 - 11 -2 4
12.    KA 6 1 1 4 6 - 15 -9 4
Athugasemdir
banner
banner
banner