Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
Gunni Einars: Alltaf gott að sigra í leikjum
Hörður: Mætum sofandi til leiks í byrjun seinni
Láki: Til skammar hversu einhliða dómgæslan var
Túfa hrósar Twana: Þjálfarar sem tapa tala oft um dómgæsluna
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Best í Mjólkurbikarnum: Þá var þetta komið gott
Jói Bjarna skoraði og lagði upp: Þetta er súrt og sætt
Karl Friðleifur: Það eru mismunandi skoðanir mér er alveg sama
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
„Eiginlega bara drullað yfir okkur"
   sun 11. maí 2025 21:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ótrúlega ánægður með frammistöðuna. Við áttum góðan leik á móti góðu liði og erum virkilega svekktir að ná ekki einhverju út úr þessum leik," sagði Hallgrímur Jónasson, Haddi, eftir tap KA gegn Breiðabliki í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

Hallgrímur Mar Steingrímsson og Jóan Símun Edmundsson voru settir á bekkinn fyrir leikinn í dag. Þeir komu inn á og Haddi var ánægður með frammistöðu þeirra.

„Þeir fengu að vita það og fengu að fara inn á í dag og voru mjög flottir. Við áttum góðan leik bæði fyrir og eftir að Grímsi og Jóan komu inn á. Þetta er svarið sem ég vil fá að menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang. Ég býst við því að þessi æfingavika verði þannig að þeir ætli að sanna sig og sýna að þeir eigi að byrja og þá er ég ánægður," sagði Haddi.

„Svona frammistaða mun skila okkur fullt af stigum. Við þurfum bara að hætta velja okkur leiki sem við leggjum okkur svona fram."

KA fór á gott skrið eftir tap gegn Breiðabliki í Kópavogi síðasta sumar.

„Við töpuðum fyrir þeim í fyrra 2-1 á útivelli og fórum svo á þvílíkt 'run', einhverjir tólf leikir sem við töpuðum ekki. Sama upp á teningnum í dag, áttum flottan leik og svo er spennandi leikur á fimmtudaginn. Keppni sem okkur þykir vænt um, við erum bikarmeistarar og ég vænti þess að fá sama vilja og sömu frammistöðu og í dag og þá eigum við góða möguleika að fara áfram," sagði Haddi.
Athugasemdir
banner