Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Segir Saliba þurfa Gabriel - „Verður að bæta sig sem leiðtogi“
Saliba eftir leikinn gegn Liverpool.
Saliba eftir leikinn gegn Liverpool.
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur gagnrýnt varnarmann Arsenal, William Saliba, og segir hann ekki hafa staðið sig jafnvel eftir að Gabriel Magalhães fór úr liðinu vegna meiðsla.

Carragher telur Gabriel vera sterkan leiðtoga í vörninni og að Saliba þurfi að bæta þann þátt í sínum leik til að komast á sama stig og leikmenn eins og Virgil van Dijk.

„Saliba þarf Gabriel. Mér finnst Gabriel betri leikmaður en Gabriel er meiri leiðtogi," segir Carragher.

Saliba og Gabriel hafa verið lykilmenn í hjarta varnar Arsenal, en eftir að Gabriel meiddist í leik gegn Fulham 1. apríl hefur Saliba gert mistök í nokkrum leikjum, meðal annars gegn Real Madrid og Crystal Palace.

Carragher segir að Saliba þurfi að læra að taka stjórnina í vörninni og gera leikmenn í kringum sig betri, líkt og Tony Adams og Van Dijk hafa gert fyrir sín félög.

Carragher viðurkenndi þó að Saliba hafi mikla hæfileika en vill sjá hann þróa leiðtogahæfileika til að komast á hærra stig sem varnarmaður.
Athugasemdir
banner