Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 06:00
Mate Dalmay
El Clasico í beinni útsendingu á Fótbolti.net 14.15
Barcelona féll í vikunni úr Meistaradeild Evrópu
Barcelona féll í vikunni úr Meistaradeild Evrópu
Mynd: EPA

Barcelona og Real Madrid mætast í La Liga í dag klukkan 14:15. Barcelona eru í efsta sæti deildarinnar með 79 stig þegar fjórar umferðir eru eftir með 4 stiga stiga forskot á Real Madrid sem eru í öðru sæti með 75 stig. 

Það er ljóst að gestirnir frá Madrid þurfa að sækja sigur til að færa alvöru spennu í síðustu umferðir deildarinnar.

Börsungar eiga erfiða dagskrá eftir í deildinni, eftir aðeins 4 daga heimsækja þeir erkfjendur sína í Espanyol, aftur fjórum dögum seinna fá þeir Villareal í heimsókn. Í síðustu umferð fara þeir á erfiðan útivöll til Bilbao.

Dagskrá Barcelona eftir El Clasico

15.maí Espanyol-Barcelona

18.maí Barcelona-Villareal

25.maí Athlétic Club - Barcelona

Fótbolti.net mun sýna leikinn í beinu streymi í samvinnu við Livey en leikurinn stakur kostar 1000 krónur. 

Mánaðar áskrift að Livey kostar litlar 3200 krónur en lesendur geta nýtt sér afsláttarkóðann "Fotbolti.net" og fengið 30% afslátt af fyrstu þremur mánuðum áskriftarinnar. Lengjudeild karla og kvenna verður í beinni útsendingu á Fótbolti.net í samvinnu við Livey í allt sumar.



Athugasemdir
banner
banner