Ange Postecoglou þjálfari Tottenham var vonsvikinn eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Crystal Palace er liðin mættust í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Tottenham er í 17. sæti deildarinnar eftir tapið og því hefur einungis nýliðunum þremur, sem eru fallnir beint aftur niður um deild, gengið verr á deildartímabilinu.
„Við vorum ekki nægilega góðir í dag. Við gerðum mikið af breytingum á milli leikja en áttum samt að spila betur heldur en þetta. Það hefur verið erfitt fyrir okkur að ná í úrslit þegar við skiptum mörgum leikmönnum úr byrjunarliðinu á milli leikja. Í fullkomnum heimi þyrftum við ekki að gera það," sagði Postecoglou eftir tapið.
„Það er augljós og einföld ástæða fyrir því að við höfum tapað svona mörgum leikjum í deildinni, það er útaf álagi. Hefðum við ekki komist svona langt í deildabikarnum eða Evrópudeildinni þá værum við talsvert ofar á stöðutöflunni í úrvalsdeildinni.
„Þrátt fyrir það vorum við hvergi nálægt því að vera nægilega góðir. Ég viðurkenni það. Það eru andleg vandamál að hrjá leikmenn, ekki bara líkamleg. Ég gaf leikmönnum tækifæri til að sanna sig í dag en þeir gerðu ekkert til að láta mig efast um þá leikmenn sem eru vanalega í byrjunarliðinu."
Dejan Kulusevski fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og segist Postecoglou ekki vita hversu alvarleg meiðslin séu.
Tottenham mætir Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 21. maí. Bæði lið hafa átt hörmulegu gengi að fagna í úrvalsdeildinni og töpuðu bæði heimaleikjum sínum í dag 0-2.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir