Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   mán 12. maí 2025 23:18
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Stórskemmtilegur bara, mér fannst eins og hefur verið í leikjum á milli Þróttar og Víkings núna undanfarið, það hefur verið svona mikil barátta og góð ákefð. Mér fannst við ná góðri stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og skoruðum góð mörk og bættum svo við og auðvitað Víkingarnir náttúrulega voru særðir og eru særðar og þetta er gott lið sem að var svona að reyna að klóra til baka og gerði það vel. Með stórhættulega, góða leikmenn fram á við, gott lið þannig að fyrir okkur að skora sex og fara vel út úr leiknum, rúlla vel á liðinu, bara feikilega ánægður með það." 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 6 -  3 Víkingur R.

Þróttur og Víkingur mættust fyrr í sumar í gjörólíkum leið þar sem aðeins var eitt mark skorað. 
„Þetta var aðeins opnari leikur og sóknarleikurinn okkar, það sem að við kannski lærðum af þeim leik gekk betur upp. Við fórum vel í gegnum kantana og bakverðirnir okkar komu vel með. Við vorum aðeins rólegri á boltann, fórum ekki alveg í æsingin og svo bara var einhvern vegin sóknarleikurinn on í dag, virkilega góður."

Þróttur náði mest 4 marka forystu þegar staðan var 4-0 en fengu á sig þrjú mörk og endaði leikurinn 6-3, 
„Nei, nei, við förum ekkert lengra í bikrarnum hvort sem við vinnum 7, 8, eða 9 - 0 eða förum ekkert styttra við það að fá á okkur 3 mörk. Það sem að ég tek með mér er það að liðið skorar 6 mörk á móti sterku liði og svo ef að maður nennir eitthvað að vera hengja haus yfir þremur mörkum sem maður fær á sig í bikarnum þá getur maður bara farið og grafið sig ofan í holu og farið að skoða og ég hérna nenni því ekki. Það er áfram bara, við erum komin áfram í bikarnum og næsta verkefni á laugardaginn."

Þróttur fer vel af stað í sumar og hafa en ekki tapað leik, 
„Já ég er mjög ánægður með þessa byrjun, við erum búnar að tapa tveimur stigum, vorum svolítið súrar með það en það er ekki hægt að fá allt þannig bara njóta á meðan er."


Athugasemdir
banner
banner