Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 12. maí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli reynir við Jonathan David
Mynd: EPA
Það er mikið kapphlaup í gangi á milli stórliða víða um Evrópu sem vilja krækja í framherjann knáa Jonathan David úr herbúðum Lille.

David rennur út á samningi í sumar og ætlar ekki að vera áfram í franska boltanum. Hann hefur verið orðaður við stórveldi úr enska og ítalska boltanum en þýsk og spænsk félög eru einnig áhugasöm.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því að ítalska titilbaráttuliðið Napoli sé búið að senda samningstilboð til umboðsmanna David og sé framarlega í kappinu.

Inter og Juventus hafa einnig verið orðuð við David, ásamt Barcelona, Manchester United og Chelsea meðal annars.

David er 25 ára gamall og hefur komið að 37 mörkum í 48 leikjum með Lille á tímabilinu. Hann er lykilmaður í landsliði Kanada.
Athugasemdir
banner