Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 17:42
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
Ósáttur við vinnuframlag nafna síns og setti hann á bekkinn
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Hallgrímur Mar Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóan Símun Edmundsson hefur átt erfiða byrjun á tímabilinu.
Jóan Símun Edmundsson hefur átt erfiða byrjun á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það telst fréttnæmt þegar Hallgrímur Mar Steingrímsson situr á varamannabekknum hjá KA en sú er raunin í leik KA og Breiðabliks sem nú er í gangi á Akureyri.

KA tapaði 3-0 gegn ÍA í síðustu umferð. KA var mun meira með boltann í leiknum en Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segir að tapið hafi þó verið verðskuldað.

„Mér fannst við tapa sanngjarnt því við sinntum ekki grunnvinnunni. Ef hún er ekki í lagi þá vinnum við ekki fótboltaleiki," sagði Haddi í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn gegn Breiðabliki.

Hallgrímur og bróðir hans Hrannar Björn voru settir á bekkinn og einnig færeyski sóknarmaðurinn Jóan Símun Edmundsson sem hefur verið mikil vonbrigði í upphafi móts.

„Ég var ekki ánægður eftir síðasta leik. Menn þurfa að vinna vissa vinnu til að spila fyrir KA. Nú fá þeir sæti á bekknum og vonandi bregðast þeir vel við, eins og ég þekki þá. Ef þeir sýna mér að þeir séu tilbúnir í það fá þeir fullt af mínútum," sagði Haddi í umræddu viðtali.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

Haraldur Örn Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net og stuðningsmaður KA, skrifaði um leikinn gegn ÍA og kom inn á Jóan Simun í skýrslu sinni eftir leikinn.

„Hann kom til KA fyrir tveimur árum og þar sá maður hversu góður leikmaður hann getur verið. Hann er hinsvegar langt frá því að sýna það í byrjun tímabils. Hann virkaði áhugalaus, en einnig gæðalítill og það síðarnefnda er eitthvað sem maður bjóst alls ekki við," skrifaði Haraldur Örn, fréttamaður Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner