Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 12. maí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
25 stuðningsmenn Hamborgar á spítala eftir endurkomu í efstu deild
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hamburger SV rúllaði yfir Ulm í næstefstu deild þýska boltans um helgina til að tryggja sér þátttökurétt í efstu deild á næsta ári, eftir sjö ára fjarveru.

Hamburger er sögufrægt félag í Þýskalandi og hafði leikið í Bundesliga, efstu deild þýska boltans, á hverju ári frá stofnun deildarinnar 1963 þar til liðið féll vorið 2018.

HSV vann 6-1 sigur á Ulm á laugardaginn til að tryggja sæti sitt í efstu deild á ný. Hamburger er ekki búið að tryggja sér deildartitilinn í næstefstu deild en getur gert það með sigri gegn Greuther Fürth í lokaumferðinni næsta sunnudag.

Það brutust gífurleg fagnaðarlæti út þegar flautað var til leiksloka í stórsigri Hamburger gegn Ulm og réðu áhorfendur engan veginn við sig. Einhverjir duttu til jarðar og var traðkað harkalega á þeim í öllum hamaganginum. Að lokum voru 25 stuðningsmenn sendir upp á spítala, þar af einn í lífshættu.

Þúsundir áhorfenda óðu inn á völlinn til að fagna með liðinu eftir að hafa tryggt sér eitt af toppsætunum tveimur en þá tók hryllingurinn við.

Í heildina þurftu 44 áhorfendur á læknisaðstoð að halda, þar af voru 19 með alvarlega áverka.
Athugasemdir
banner
banner
banner