Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   sun 11. maí 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sádi-Arabía: Toney og félagar misstu þriðja sætið
Benzema með tvennu
Mynd: Twitter
Mynd: EPA
Það fóru nokkrir leikir fram í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag, þar sem stjörnum prýtt lið Al-Ahli tapaði óvænt á útivelli gegn Al-Shabab.

Þetta tap kemur sér verulega illa fyrir Al-Ahli sem missir þriðja sætið til Al-Qadisiya. Þriðja sæti deildarinnar veitir þátttökurétt í Meistaradeild Asíu á næstu leiktíð.

Al-Shabab mætti til leiks með sterkt byrjunarlið og stóð uppi sem sigurvegari gegn Al-Ahli, þar sem lokatölur urðu 3-1.

Abderrazak Hamdallah, fyrrum leikmaður Al-Nassr og Al-Ittihad, skoraði tvö mörk í sigrinum og fékk svo að líta tvö gul spjöld. Hamdallah var því rekinn af velli í síðari hálfleik en það kom ekki að sök fyrir heimamenn.

Wesley Hoedt, Glen Kamara og Yannick Carrasco voru í byrjunarliði Al-Shabab og kom Giacomo Bonaventura inn af bekknum.

Gabri Veiga skoraði eina mark Al-Ahli í tapinu, eftir stoðsendingu frá Ivan Toney. Edouard Mendy, Merih Demiral, Roger Ibanez og Franck Kessie voru einnig meðal byrjunarliðsmanna en tókst ekki að koma í veg fyrir tap. Riyad Mahrez var ekki í hóp.

Al-Ahli er núna einu stigi frá þriðja sætinu, eftir að Al-Qadisiya sigraði á útivelli gegn Al-Taawon. Pierre-Emerick Aubameyang, Nacho og Nahitan Nández voru í byrjunarliði Al-Qadisiya í sigrinum.

Al-Qadisiya getur þó misst Meistaradeildarsætið sitt til Al-Nassr þegar Cristiano Ronaldo og félagar mæta til leiks á morgun.

Karim Benzema skoraði að lokum tvennu í þægilegum sigri Al-Ittihad gegn Al-Fayha. Fabinho, N'Golo Kanté og Houssem Aouar voru meðal byrjunarliðsmanna Al-Ittihad.

Al-Ittihad trónir á toppi deildarinnar, með níu stiga forystu á Al-Hilal.

Al-Shabab 3 - 1 Al-Ahli
1-0 Mohamed Al-Thani ('26)
2-0 Abderrazak Hamdallah ('33)
2-1 Gabri Veiga ('36)
3-1 Abderrazak Hamdallah ('65)

Al-Ittihad 3 - 0 Al-Fayha
1-0 Karim Benzema ('24)
2-0 Karim Benzema ('54)
3-0 Mohammed Al-Baqawi, sjálfsmark ('76)

Damac 1 - 0 Al-Raed
1-0 Meshari Al-Nemer

Al-Taawon 0 - 1 Al-Qadisiya
0-1 Andrei Girotto, sjálfsmark ('61)
Athugasemdir
banner
banner
banner