Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 12. maí 2025 18:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólíkegt að Höskuldur spili gegn Vestra
Höskuldur Gunnlaugs.
Höskuldur Gunnlaugs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kiddi Steindórs.
Kiddi Steindórs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, fór af velli í hálfleik þegar Breiðablik heimsótti KA í gær. Höskuldur lagði upp eina mark leiksins eftir hornspyrnu en þegar gengið var til búningsherbergja sást hann ræða við þjálfarann sinn þar sem hann fann fyrir óþægindum í nára.

Kristinn Steindórsson var sendur til að hita og kom inn á í upphafi seinni hálfleiks.

Lestu um leikinn: KA 0 -  1 Breiðablik

Í samtali við Fótbolta.net í dag sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, að ekki væri hægt að segja nákvæmlega til um meiðslin á þessum tímapunkti, það kæmi betur í ljós á næstu dögum, en það væri ólíklegt að hann myndi spila gegn Vestra.

Breiðablik tekur á móti Vestra á fimmtudag í 16-liða úrslitum bikarsins og mætir svo Val á heimavelli í Bestu deildinni á mánudaginn eftir viku.

Í viðtali við Fótbolta.net í gær hrósaði þjálfarinn Kristni Steindórssyni fyrir hans innkomu í leikinn.

„Kiddi Steindórs kom inn á og var langbesti maður vallarins í seinni. Þegar reynir á breiddina þá stíga menn upp eins og Kiddi og hann var gjörsamlega sturlaður," sagði Dóri.
Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 4 1 1 13 - 5 +8 13
2.    Vestri 6 4 1 1 8 - 2 +6 13
3.    Breiðablik 6 4 1 1 11 - 8 +3 13
4.    KR 6 2 4 0 19 - 11 +8 10
5.    Valur 6 2 3 1 14 - 10 +4 9
6.    Stjarnan 6 3 0 3 9 - 10 -1 9
7.    Afturelding 6 2 1 3 4 - 7 -3 7
8.    ÍBV 6 2 1 3 7 - 11 -4 7
9.    Fram 6 2 0 4 10 - 11 -1 6
10.    ÍA 6 2 0 4 6 - 15 -9 6
11.    FH 6 1 1 4 9 - 11 -2 4
12.    KA 6 1 1 4 6 - 15 -9 4
Athugasemdir
banner