Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 07. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dawson búinn að vinna sér inn tveggja ára samning
Dawson faðmar hér Jesse Lingard.
Dawson faðmar hér Jesse Lingard.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn sterki Craig Dawson mun ganga í raðir West Ham frá Watford eftir tímabilið.

Dawson kom á láni í október á síðasta ári og hann er búinn að vera lykilmaður á þessu magnaða tímabili fyrir West Ham. Liðið er í harðri Meistaradeildarbaráttu.

Það var ákvæði í lánssamningnum um að West Ham þyrfti að kaupa hann fyrir 3 milljónir punda ef hann myndi spila ákveðinn fjölda leikja. Umræddur leikjafjöldi var 15 deildarleikir og hann náði því á mánudag þegar West Ham vann útisigur á Úlfunum.

„Ég er spenntur fyrir framtíðinni hjá félaginu," segir Dawson sem skrifar undir verðskuldaðan tveggja ár samning.

Dawson, sem er þrítugur, hafði spilað 182 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir West Brom og Watford áður en hann fór til West Ham á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner