Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 07. maí 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Snær snýr aftur - „Býst við að ég fái eitthvað að heyra það"
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið einn öflugasti leikmaður Bestu deildar karla til þessa.

Miðjumaðurinn hefur skorað fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum með Breiðabliki. Í dag fer hann aftur á sinn gamla heimavöll er Blikar heimsækja ÍA.

Ísak er uppalinn hjá Aftureldingu en lék með Skagamönnum 2020 og 2021 á láni frá enska félaginu Norwich. Í dag kynnist hann því í fyrsta sinn að spila gegn ÍA í efstu deild.

„Það verður eitthvað. Ég býst við að ég fái eitthvað að heyra það," sagði Ísak eftir síðasta leik Blika, sem var sigurleikur gegn FH á Kópavogsvelli. Í þeim leik skoraði hann tvö mörk.

„Ég mun alltaf styðja Skagann í öllum öðrum leikjum nema þegar ég spila á móti þeim. Við munum gefa allt til að taka þrjú stig."

Í fyrra skoraði Ísak þrjú mörk í 20 leikjum með ÍA. Hann gerði svo samning við Breiðablik í janúar á þessu ári. Gaman verður að sjá hvernig honum mun vegna í endurkomunni í dag.
Ísak Snær: Það er geggjað að vera hérna
Athugasemdir
banner
banner
banner