Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. maí 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Smári spáir í 3. umferð Bestu deildar kvenna
Óskar Smári Haraldsson.
Óskar Smári Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Perry Maclachlan, þjálfari KR, var með fjóra rétta þegar hann spáði í aðra umferð Bestu deildar kvenna. Getur Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, gert betur?

Þriðja umferð deildarinnar hefst í dag en það eru tveir leikir á dagskrá.

ÍBV 2 - 1 Þór/KA (í dag 14:00)
Samkvæmt veðurspá að þá er ekkert sérstakt veður á Eyjunni. ÍBV hefur komið mér skemmtilega á óvart í fyrstu tveimur umferðum deildarinnar. Þær eru skipulagðar og baráttuglaðar og munu sigla stórum sigri í höfn. Sandra María mun koma Þór/KA yfir, en mörk frá Holly O'Neill og Olgu munu skila sigri Eyjakvenna.

Tindastóll 3 - 2 FH (í dag 16:00)
Markaleikur á Sauðárkróki. FH mun komast 2-0 yfir með mörkum frá Mackenzie og Elísu Lönu. Fyrirliði heimastúlkna mun skora sitt fyrsta mark í efstu deild eftir hornspyrnu og kemur Tindastóli aftur í leikinn. Murielle Tiernan mun síðan taka yfir og klára leikinn fyrir Stólana.

Keflavík 0 - 0 Breiðablik (á þriðjudag 19:15)
Keflavík er það lið sem hefur komið mér mest á óvart eftir fyrstu tvær umferðirnar. Þær eru baráttuglaðar og mjög svo skipulagðar. John og Jóna eru að vinna mjög sterkt starf á Suðurlandinu. Þær munu setja rútuna fyrir markið og taka dýrmætt stig.

Valur 3 - 1 Selfoss (á miðvikudag 19:15)
Valskonur eru sannfærandi og munu ekki lenda í vandræðum með frekar lánlaust Selfoss lið. Emilía Óskars mun koma Selfoss óvænt yfir, en mörk frá Örnu, Ásdísi og Bryndísi munu skila Val góðum sigri.

Þróttur R. 1 - 1 Stjarnan (19:15 á miðvikudag)
Stórleikur umferðarinnar. Tvö af þremur bestu liðum deildarinnar að spila og þetta verður taktísk skák á milli tveggja sterkustu þjálfara deildarinnar - Nik Chamberlain og Kristjáns Guðmundssonar. Þetta verður lokaður leikur en Gunnhildur Yrsa mun koma Stjörnukonum yfir snemma í seinni hálfleik eftir frábæran undirbúning Sædísar og Anítu Ýrar. Besti leikmaður Bestu deildarinnar - Katla Tryggvadóttir - mun jafna undir lok leiks eftir frábært einstaklingsframtak.

Fyrri spámenn:
Perry Maclachlan (4 réttir)
Sigríður Lára Garðarsdóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner