Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 07. júní 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Bremen þarf sigur gegn Wolfsburg
Möguleg endurkoma Alfreðs úr meiðslum
Þýski boltinn byrjar að rúlla fyrir hádegi í dag þegar Werder Bremen tekur á móti Wolfsburg í hörkuslag.

Heimamenn í Bremen eru í fallsæti og þurfa því sigur. Wolfsburg er aðeins einu stigi á eftir Hoffenheim í Evrópusæti og ljóst að ekki verður gefin tomma eftir.

Union Berlin mætir svo Schalke en bæði þessi lið hafa verið í frjálsu falli að undanförnu. Berlin er þremur stigum frá fallsvæðinu og er Schalke sex stigum þar fyrir ofan en hefur ekki unnið í síðustu ellefu tilraunum.

Að lokum á Augsburg heimaleik við Köln þar sem Alfreð Finnbogason gæti mætt aftur á völlinn eftir meiðsli. Ólíklegt er að Alfreð byrji leikinn en hann gæti komið inn af bekknum.

Augsburg er þremur stigum frá fallsæti. Köln er þremur fyrir ofan Augsburg.

Viaplay er með sýningarréttinn á þýska boltanum hér á landi.

Leikir dagsins:
11:30 Werder Bremen - Wolfsburg
13:30 Union Berlin - Schalke
16:00 Augsburg - Köln
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner
banner