De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   mið 07. júní 2023 22:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fagn Blika vekur athygli - „Fríða á að fá að slá Hafrúnu utan undir"
watermark Málfríður Erna Sigurðardóttir
Málfríður Erna Sigurðardóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Breiðablik og Stjarnan áttust við á Kópavogsvelli í Bestu deild kvenna í kvöld. Liðin skildu jöfn 1-1 en mörkin skoruðu Andrea Mist Pálsdóttir fyrir Stjörnuna og Málfríður Erna Sigurðardóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.


Málfríður var ansi óheppin þegar hún skoraði en fyrirgjöf fór beint í andlitið á henni og þaðan skoppaði boltinn í netið.

Hún lá eftir og það sást greinilega að hún hafi fengið boltann í andlitið. Leikmenn Blika fögnuðu gríðarlega nálægt henni og í útsendingunni mátti sjá Hafrúnu Rakel Halldórsdóttir benda og hlægja að Málfríði.

Þetta hefur vakið mikla athygli á Twitter en Svava Kristín Grétarsdóttir vakti athygli á þessu. Hún mældist til þess að Málfríður fengi að slá Hafrúnu utanundir fyrir þetta.

Máni Pétursson harður stuðningsmaður Stjörnunnar svaraði henni og sagði að þetta myndi bara kveikja í leikmönnum Stjörnunnar.

„Þetta er snilld fyrir Stjörnustelpur að sjá. Þetta æsir vel uppí þeim. Blikar hafa aldrei í sögunni átt séns í pirrað stjörnulið," skrifaði Máni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner