Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   lau 07. júní 2025 17:06
Hilmar Jökull Stefánsson
Birta Georgs: Fengum hárblásara í hálfleik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Birta Georgsdóttir, sóknarmaður Breiðabliks, var valinn maður leiksins þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýliðum FHL í Bestu-deildinni í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  0 FHL

Birta skoraði 1 og lagði upp 2 mörk í leiknum. Hvernig líður henni eftir svona frammistöðu?

„Frábær tilfinning, gott að svara eftir svona leik. Við töluðum um að við ætluðum að mæta hérna og gera þetta almennilega og mér fannst við gera það.“

Nik lét sínar konur heyra það og þegar fréttaritari Fótbolti.net bar það undir Birtu fór hún að hlæja og hafði þetta um málið að segja:

„Við fengum vægan hárblásara, það er staðan. Við töluðum um að hreinsa aðeins til sendingar, návígi og seinni bolta sem voru ekki að detta okkar megin. Mér fannst við koma út í seinni hálfleikinn og svara því mjög vel.“

Breiðabliksliðið er búið að skora 35 mörk í 8 leikjum, langflest allra liða í deildinni. Er ekki gaman að vera framherji í þessu Breiðabliksliði?

„Jú klárlega, það er ekki hægt annað en að vera glaður þegar maður fær svona hjálp eins og er í kringum mann, þetta eru bara eintóm gæði. Tala nú ekki um Dreu (Innsk. fréttaritara: Andrea Rut), Öglu Maríu og Sammy, þetta eru allt toppleikmenn þannig þetta er bara geðveikt.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner