Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 07. ágúst 2022 19:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Eiður Smári: Nánast sá ég hjartað úr mínu liði bara sökkva
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tóku á móti KA í dag á Kaplakrikavelli þegar 16.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína. 

 FH í þvílíku basli og situr í 10. sæti með 11 stig en KA eru nú í 2. sæti með 30 stig en hafa spilað tveimur leikjum meira en Víkingar sem eru með stigi minna í 3.sæti.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 KA

„Hún er alls ekkert frábær. Hvort sem að þessi leikur verðskuldi að enda 3-0, ég veit svo sem ekkert um það. Við byrjuðum ágætlega. Náum enn og aftur ekki að nýta okkur aðeins þessa yfirhöndina og eftir færin sem að við sköpuðum, færi eða hálffæri þá aðeins ennþá skellur að lenda undir." Sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir leikinn gegn KA í dag.

„Mér fannst við fannst við koma ágætlega tilbaka eftir fyrsta markið og svona héldum áfram okkar spili en um leið og við fengum vítið á okkur þá nánast sá ég hjartað úr mínu liði bara sökkva."

FH hafa í síðustu 7 leikjum sínum aðeins skorað 2 mörk og sem dæmi ekki skorað núna í 5 leikjum í röð.

„Að sjálfssögðu er það það og það væri það fyrir hvaða lið sem er og þetta er alveg eitthvað sem við erum meðvitaðir um og kannski þurfum við að vera aðeins djarfari, kannski þurfum við að hætta að spá svona mikið í þessu  og bara spila leikinn eins og við munum eftir þegar við vorum í 5.flokki og það eina sem maður sá var markið en þetta eru allt hugsanir og eitthvað sem við þurfum að taka á okkur inn í klefa allir saman. Við verðum bara að gera okkur grein fyrir hvaða stöðu við erum í og það er bara eitt svar við því og það er bara einn maður sem getur snúið því við og það eru við sem liðsheild."

Nánar er rætt við Eið Smára Guðjohnsen þjálfara FH í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner