Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
   sun 07. ágúst 2022 19:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Eiður Smári: Nánast sá ég hjartað úr mínu liði bara sökkva
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tóku á móti KA í dag á Kaplakrikavelli þegar 16.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína. 

 FH í þvílíku basli og situr í 10. sæti með 11 stig en KA eru nú í 2. sæti með 30 stig en hafa spilað tveimur leikjum meira en Víkingar sem eru með stigi minna í 3.sæti.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 KA

„Hún er alls ekkert frábær. Hvort sem að þessi leikur verðskuldi að enda 3-0, ég veit svo sem ekkert um það. Við byrjuðum ágætlega. Náum enn og aftur ekki að nýta okkur aðeins þessa yfirhöndina og eftir færin sem að við sköpuðum, færi eða hálffæri þá aðeins ennþá skellur að lenda undir." Sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir leikinn gegn KA í dag.

„Mér fannst við fannst við koma ágætlega tilbaka eftir fyrsta markið og svona héldum áfram okkar spili en um leið og við fengum vítið á okkur þá nánast sá ég hjartað úr mínu liði bara sökkva."

FH hafa í síðustu 7 leikjum sínum aðeins skorað 2 mörk og sem dæmi ekki skorað núna í 5 leikjum í röð.

„Að sjálfssögðu er það það og það væri það fyrir hvaða lið sem er og þetta er alveg eitthvað sem við erum meðvitaðir um og kannski þurfum við að vera aðeins djarfari, kannski þurfum við að hætta að spá svona mikið í þessu  og bara spila leikinn eins og við munum eftir þegar við vorum í 5.flokki og það eina sem maður sá var markið en þetta eru allt hugsanir og eitthvað sem við þurfum að taka á okkur inn í klefa allir saman. Við verðum bara að gera okkur grein fyrir hvaða stöðu við erum í og það er bara eitt svar við því og það er bara einn maður sem getur snúið því við og það eru við sem liðsheild."

Nánar er rætt við Eið Smára Guðjohnsen þjálfara FH í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner