Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 07. ágúst 2022 19:51
Stefán Marteinn Ólafsson
Eiður Smári: Nánast sá ég hjartað úr mínu liði bara sökkva
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH tóku á móti KA í dag á Kaplakrikavelli þegar 16.umferð Bestu deildar karla hóf göngu sína. 

 FH í þvílíku basli og situr í 10. sæti með 11 stig en KA eru nú í 2. sæti með 30 stig en hafa spilað tveimur leikjum meira en Víkingar sem eru með stigi minna í 3.sæti.


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 KA

„Hún er alls ekkert frábær. Hvort sem að þessi leikur verðskuldi að enda 3-0, ég veit svo sem ekkert um það. Við byrjuðum ágætlega. Náum enn og aftur ekki að nýta okkur aðeins þessa yfirhöndina og eftir færin sem að við sköpuðum, færi eða hálffæri þá aðeins ennþá skellur að lenda undir." Sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir leikinn gegn KA í dag.

„Mér fannst við fannst við koma ágætlega tilbaka eftir fyrsta markið og svona héldum áfram okkar spili en um leið og við fengum vítið á okkur þá nánast sá ég hjartað úr mínu liði bara sökkva."

FH hafa í síðustu 7 leikjum sínum aðeins skorað 2 mörk og sem dæmi ekki skorað núna í 5 leikjum í röð.

„Að sjálfssögðu er það það og það væri það fyrir hvaða lið sem er og þetta er alveg eitthvað sem við erum meðvitaðir um og kannski þurfum við að vera aðeins djarfari, kannski þurfum við að hætta að spá svona mikið í þessu  og bara spila leikinn eins og við munum eftir þegar við vorum í 5.flokki og það eina sem maður sá var markið en þetta eru allt hugsanir og eitthvað sem við þurfum að taka á okkur inn í klefa allir saman. Við verðum bara að gera okkur grein fyrir hvaða stöðu við erum í og það er bara eitt svar við því og það er bara einn maður sem getur snúið því við og það eru við sem liðsheild."

Nánar er rætt við Eið Smára Guðjohnsen þjálfara FH í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner