Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. september 2019 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði í fyrsta leik fyrir Frakkland - „Draumur að rætast"
Jonathan Ikone í leiknum gegn Albaníu í kvöld
Jonathan Ikone í leiknum gegn Albaníu í kvöld
Mynd: EPA
Hinn 21 árs gamli Jonathan Ikone fékk óvænt tækifæri með franska landsliðinu í 4-1 sigrinum á Albaníu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld og óhætt að segja að hann hafi nýtt tækifærið.

Ikone, sem er uppalinn hjá Paris Saint-Germain, samdi við Lille á síðasta ári og spilaði 41 leik og skoraði 3 mörk á síðustu leiktíð.

Hann var valinn í franska A-landsliðið fyrir leikina í september en hann kom inná sem varamaður á 77. mínútu í kvöld og skoraði fjórða mark Frakklands á 85. mínútu.

Hann var eðlilega í skýjunum eftir leik.

„Ég sagði að það væri draumur minn að gera mitt besta fyrir liðið. Fyrst og fremst verjast og af hverju ekki að gera eitthvað í sóknarleiknum líka ef vel gengur. Þetta er draumur að rætast," sagði Ikone.

„Ég er í skýjunum með þetta og vonandi heldur þetta áfram," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner