Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   mán 29. desember 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
Leysti bakvörðinn afar vel - „Ótrúleg frammistaða“
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Declan Rice leysti stöðu hægri bakvarðar í 2-1 sigri Arsenal gegn Brighton. Vegna meiðslavandræða þá spilaði Rice í vörninni og fær verðskuldað lof fyrir sína frammistöðu.

Jurrien Timber og Ben White eru meiddir og Riccardo Calafiori meiddist í upphitun.

„Þetta var ótrúleg frammistaða frá Rice. Hann var líklega að spila hægri bakvörð í fyrsta sinn á ævinni en gerði það nánast óaðfinnanlega, frábær frammistaða," sagði Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, um frammistöðu félaga síns.

„Svona er liðið hjá okkur, allir eru tilbúnir að gera það sem þarf að gera og frammistaða Rice var annað gott dæmi um það."

Arsenal er áfram á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
12 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
13 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
14 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner