Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   mán 29. desember 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Skrítið að fagna jafntefli sem fór ekkert með þá"
Hugo Broos
Hugo Broos
Mynd: EPA
Hugo Broos, landsliðsþjálfari Suður Afríku, skaut föstum skotum á Simbabve fyrir leik liðanna í Afríkukeppninni í kvöld.

Simbabve þar fá sigri að halda í leiknum en Suður Afríku dugir jafntefli.

Liðin mættust síðast í undankeppni HM þar sem leiknum lauk með markalausu jafntefli en Suður Afríka vann riðilinn og komst því á HM en Zimbabve endaði á botninum.

„Við mætum Simbabve sem hafa bara gaman af því að spila á móti okkur. Þeir fögnuðu og sungu eftir pirrandi jafntefli í undankeppni HM. Það var skrítið að sjá þjóð fagna jafntefli sem fór ekkert með þá," sagði Broos.
Athugasemdir
banner