Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   mán 29. desember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Modric spilar eins og hann sé með sígarettu í munninum"
Mynd: EPA
Luca Toni, fyrrum framherji í ítölsku Seríu A, segir að koma Luca Modric frá Real Madrid til AC Milan síðasta sumar séu bestu félagaskipti ársins.

Modric er fertugur en hann hefur komið við sögu í 18 leikjum á tímabilinu, skorað eitt mark og lagt upp tvö.

„Modric eru bestu félagaskipti ársins 2025 út af gæðunum sem hann kom með. Við sjáum alvöru meistara, þótt hann sé 38 eða 39 ára, spila með þessum ungu strákum eins og hann sé með sígarettu í munninum. Hann gæti hafa farið til Sameinuðu arabísku furstadæmana til að vinna sér inn auðæfi en hann ákvað að ögra sér. Sama gerðist með Kevin de Bruyne en áhrifin hafa verið önnur," sagði Luca Toni.

Milan er í 2. sæti aðeins stigi á eftir grönnum sínum í Inter.
Athugasemdir
banner
banner