Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   mán 29. desember 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eriksen: Ummæli Amorim hjálpuðu alls ekki
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Christian Eriksen, fyrrum leikmaður Man Utd, hefur gagnrýnt Ruben Amorim hvernig hann talar um liðið. Liðinu hefur gengið mjög illa undir stjórn Amorim.

Liðið hafnaði í 14. sæti á síðasta tímabili en liðið er á fínu skriði um þessar mundir og situr í 6. sæti. Amorim sagði m.a. fyrir tæpu ári síðan að liðið væri mögulega það versta í sögu félagsins.

„Það hjálpaði ekki, alls ekki. Sumt máttu segja innan húss en ekki mjög sniðugt að segja það út á við. Það setur auka pressu og stimpil á leikmenn sem eru þegar að reyna gera sitt besta," sagði Eriksen.

„Þetta hjálpaði alls ekki. Spurning hvort hann hafi rétt fyrir sér eða ekki en ég held að við höfum allir hugsað 'nú kemur þetta, önnur fyrirsögn'."

Eriksen er 33 ára gamall en hann gekk til liðs við Wolfsburg síðasta sumar eftir að samningur hans við Man Utd rann út.
Athugasemdir
banner
banner