Cristiano Ronaldo segist ekki ætla hætta í fótbolta fyrr en hann nær að skora 1000 mörk. Ronaldo, sem er nú fjörutíu ára, hefur skorað 956 mörk á ferlinum.
Um helgina skoraði hann tvö mörk í 3-0 sigri Al-Nassr á Al-Okhdood. Hann hefur nú skorað 13 mörk í 14 leikjum á tímabilinu og alls hefur hann skorað 112 mörk í 125 leikjum fyrir félagið.
Ronaldo sagði nýverið að það styttist í að ferlinum ljúki hjá sér en sagði þó stefna að spila á HM á næsta ári. Hann tók við verðlaunum í Dúbaí í gærdag og sagði erfitt að halda áfram.
Um helgina skoraði hann tvö mörk í 3-0 sigri Al-Nassr á Al-Okhdood. Hann hefur nú skorað 13 mörk í 14 leikjum á tímabilinu og alls hefur hann skorað 112 mörk í 125 leikjum fyrir félagið.
Ronaldo sagði nýverið að það styttist í að ferlinum ljúki hjá sér en sagði þó stefna að spila á HM á næsta ári. Hann tók við verðlaunum í Dúbaí í gærdag og sagði erfitt að halda áfram.
„Það er erfitt að halda áfram að spila en ég hef enn áhugann. Ég hef mikla ástríðu fyrir fótboltanum og ég vil halda áfram.
Það skiptir ekki máli hvar ég spila, hvort sem það er í Mið-Austurlöndum eða Evrópu. Ég vil vinna titla og ég vil ná þúsund mörkum. Ég mun ná því markmiði, ef ég verð ekki fyrir miklum meiðslum.“
Athugasemdir



