Roma hefur sent tilboð í Joshua Zirkzee framherja Man Utd en það er lánstilboð með kaupmöguleika.
Fabrizio Romano greinir frá því að Zirkzee vilji fara en Man Utd hefur ekki svarað Roma.
Fabrizio Romano greinir frá því að Zirkzee vilji fara en Man Utd hefur ekki svarað Roma.
Zirkzee gekk til liðs við United í fyrrasumar en hefur átt erfitt uppdráttar. Hann hefur aðeins skorað átta mörk í 61 leik.
Hann hefur ekki fengið mörg tækifæri á þessari leiktíð. Hann hefur aðeins byrjað þrjá leiki í úrvalsdeildinni en hann hefur aðeins skorað eitt mark í 12 leikjum í öllum keppnum.
Athugasemdir



