Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 07. október 2019 16:34
Elvar Geir Magnússon
Liepaja, Lettlandi
„Dagný hefur verið í basli með grímuna"
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir nefbrotnaði þegar hún fékk olnbogaskot í leik með félagsliði sínu, Portland Thorns, á dögunum.

Hún mun spila með grímu þegar Lettland og Ísland eigast við í undankeppni EM á morgun.

Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari segir að það hafi tekið tíma fyrir Dagnýju að venjast grímunni.

„Hún hefur verið í nokkru basli með grímuna. Hún brotnaði á sunnudeginum og svo fór hún beint í flug. Þeir brugðust fljótt við í Portland og létu hana fá grímu með sér en höfðu lítinn tíma til að aðlaga hana að henni," segir Jón Þór.

„Þetta var gert í mikilli flýti og í undirbúningi fyrir Frakkaleikinn þá truflaði þetta hana mikið. Hún sá illa en ásamt sjúkrateyminu okkar hérna úti höfum við verið að þróa það áfram og við erum bjartsýn á að þetta hái henni ekki á morgun. Þetta hefur gengið betur hérna í Lettlandi."

„Það er náttúrulega engin kjörstaða að vera með grímu í andlitinu á sér að spila fótbolta. Dagný verður okkur mjög mikilvæg á morgun. Hún er lykilmaður," segir Jón Þór.

Fótbolti.net fylgdist með æfingu Íslands í dag og þar virtist gríman lítið vera að há Dagnýju.
Athugasemdir
banner
banner
banner