Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. október 2019 11:53
Elvar Geir Magnússon
Liepaja, Lettlandi
Drullusvað í markteignum - Ekki æft á keppnisvellinum
Icelandair
Vallarstarfsmenn í Liepaja að störfum í morgun.
Vallarstarfsmenn í Liepaja að störfum í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur rignt hressilega hér í Liepaja í dag og það hefur væntanlega áhrif á dagskrá íslenska kvennalandsliðsins sem er að búa sig undir leik gegn Lettlandi í undankeppni EM. Leikurinn verður 17 að íslenskum tíma á morgun.

Staðfest er að ekki verði æft á keppnisvellinum í dag til að hlífa honum fyrir leikinn á morgun. Vaninn er sá að æft sé á keppnisvellinum sólarhring fyrir leik.

Stelpurnar okkar taka æfinguna síðdegis á æfingavelli í nágrenni keppnisvallarins.

Fótbolti.net skoðaði keppnisvöllinn í dag þar sem Hafliði Breiðfjörð tók meðfylgjandi myndir. Fjórir vallarstarfsmenn voru þá að störfum og var sérstök áhersla á að reyna að lagfæra markteigana en þar er drullusvað eins og sjá má á myndunum.

Spáð er rigningu og vindi á morgun þegar leikurinn sjálfur fer fram.

Það er ekki hægt að segja að Daugava leikvangurinn í Liepaja sé mjög tignarlegt mannvirki en í kringum völlinn er plássfrek hlaupabraut svo stelpunum ætti að líða eins og þær séu heima á Laugardalsvelli.

Leikvangurinn er heimavöllur FK Liepaja sem er í neðri hluta lettnesku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki.
Athugasemdir
banner
banner
banner