Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   fös 07. október 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Benzema búinn að samþykkja samning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fabrizio Romano greinir frá því að franski sóknarmaðurinn Karim Benzema sé búinn að samþykkja samning hjá Real Madrid.


Benzema, sem verður 35 ára í desember, er kominn með fjögur mörk í átta leikjum á upphafi tímabils eftir að hafa verið óstöðvandi á síðustu leiktíð. Honum tókst að skora 44 mörk og gefa 15 stoðsendingar í 46 leikjum er Real Madrid vann spænsku deildina og Meistaradeildina.

Benzema á aðeins tæpt ár eftir af samningi sínum við Real og var boðinn nýr samningur á upphafi tímabils. Núna eru allir aðilar sáttir með samninginn og hefur Benzema gefið grænt ljós á undirskriftina.

Samningurinn mun gilda út næstu leiktíð, eða þar til í júní 2024.

Benzema hefur skorað 327 mörk í 613 leikjum með Real, auk þess að gefa 160 stoðsendingar. 


Athugasemdir
banner