Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 07. nóvember 2019 13:33
Magnús Már Einarsson
Hamren: Mikael er áhugaverður leikmaður
Icelandair
Mikael Neville Anderson.
Mikael Neville Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mikael Neville Anderson var í dag valinn í íslenska landsliðshópinn í fyrsta skipti í mótsleik. Mikael hefur skorað fjögur mörk í níu leikjum með toppliði Midtjylland í Danmörku og staðið sig vel með U21 árs landsliði Íslands í síðustu leikjum.

Sjá einnig:
Hver er Mikael Anderson? (Janúar 2018)

„Hann hefur verið mjög góður hjá Midtjylland sem er toppliðið í Danmörku," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

„Hann hefur spilað virkilega vel. Hann er áhugaverður leikmaður sem ég bind miklar vonir við í framtíðinni. Það verður áhugavert að vinna með honum."

Aðspurður af hverju Mikael er tekinn núna upp í aðalliðið og valinn í hópinn frekar en að spila með U21 liðinu sagði hann: „Við þurfum á honum að halda. Aðalliðið er alltaf fyrsti kostur. Hann er góður leikmaður og hefur áhugaverða hæfileika," sagði Hamren sem segir að Mikael gæti fengið tækifærið í komandi leikjum.

„Allir sem eru valdir eru tilbúnir að spila. Við veljum engan til að vera númer 23 í hópnum. Allir þurfa að vera tilbúnir að spila. Við völdum hann af því að við teljum að hann geti spilað. Það er á hreinu," sagði Hamren.

Mikael er 21 árs gamall en hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik með Íslandi í vináttuleik gegn Indónesíu í janúar 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner