Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
banner
   fös 07. nóvember 2025 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mainoo ekki með til London - Sonur Fletcher í hóp
Kobbie Mainoo.
Kobbie Mainoo.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Kobbie Mainoo sást ekki þegar Manchester United ferðaðist til London fyrir leikinn gegn Tottenham í hádeginu á morgun.

Lisandro Martinez, sem er að stíga upp úr meiðslum, var heldur ekki með hópnum.

Talið er líklegt að Mainoo sé að glíma við meiðlsi en hann hefur ekki verið í stóru hlutverki á tímabilinu.

Jack Fletcher, sonur Darren Fletcher, var með hópnum og gæti spilað sinn fyrsta leik með aðalliði United. Hann er bara 18 ára gamall.

Leikurinn hefst 12:30 á morgun og fer fram á heimavelli Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner