Tony Bloom er einn besti eigandi sem fótboltafélag getur hugsað sér. Hann á hlut í fjórum félögum sem hafa öll verið að gera býsna góða hluti. Það eru Brighton á Englandi, Union Saint-Gilloise í Belgíu, Melbourne Victory í Ástralíu og síðasta dæmið er Hearts í Skotlandi.
Bloom keypti tæplega 30 prósenta hlut í Hearts í ár og núna er liðið á toppi skosku úrvalsdeildarinnar með níu stiga forskot á Celtic.
Bloom er pókerspilari og tölfræðisnillingur og það eru greinilega fáir betri en hann að reka fótboltafélög.
„Þessi maður er svindlkóði," sagði Sölvi Haraldsson í Enski boltinn hlaðvarpinu um Bloom.
„Hann er bara að fara að vinna skosku úrvalsdeildina með Hearts."
„Hann er búinn að kaupa alls konar gæja. Tómas Bent (Magnússon) meðal annars," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson en Bloom horfir gífurlega mikið í tölfræðina.
„Þetta er gæi sem kann að byggja upp félög."
Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir


