Pep Guardiola mun stýra sínum 1000. leik á stjóraferli sínum á sunnudag þegar hans menn í Manchester City mæta í Liverpool í afar mikilvægum leik.
Það er vel við hæfi að City mæti Liverpool í 1000. leiknum en þessi lið hafa háð mikla baráttu á toppi enska boltans síðustu árin.
Það er vel við hæfi að City mæti Liverpool í 1000. leiknum en þessi lið hafa háð mikla baráttu á toppi enska boltans síðustu árin.
„Örlögin ákváðu þetta og það verður gaman að upplifa þennan leik," segir Guardiola.
Hann og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, voru keppinautar í mörg ár en Guardiola segist sakna Þjóðverjans.
„Við bárum mikla virðingu fyrir hvor öðrum. Jurgen gaf mér mikið og ég sakna hans."
Athugasemdir





