Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
banner
   fim 07. desember 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea gæti slegið óeftirsóknarvert félagsmet
Mynd: Getty Images
Chelsea tapaði sautjánda deildarleik sínum á þessu ári og er nú aðeins þremur töpum frá því að jafna félagsmet sitt í ensku úrvalsdeildinni.

Sautjánda tapið kom á Old Trafford í gær er liðið beið lægra haldi fyrir Manchester United, 2-1.

Þetta ár hefur verið erfitt fyrir Chelsea, sem hefur verið með langstærstu félögum Englands síðustu tvo áratugi.

Það þarf að fara aftur um 30 ár til þess að finna jafn slakan árangur á einu almanaksári. Árið 1993 þá tapaði liðið tuttugu deildarleikjum og er Chelsea nú aðeins þremur töpum frá því að jafna það.

Ekki er hægt að útiloka það að Chelsea að minnsta kosti jafni metið en það mætir Everton og Wolves á útivelli og spilar þá við Newcastle heima áður en árið er úti. Ekki má gleyma Luton þann 30. desember, en ekkert lið hefur farið á heimavöll þeirra og unnið þægilegan sigur.

Chelsea hefur tapað fleiri deildarleikjum á þessu ári en 2021 og 2022 samanlagt. Liðið er í 10. sæti deildarinnar, ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner