Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
banner
   fim 07. desember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Frammistaða sem Guardiola vill gleyma sem allra fyrst
Mynd: Getty Images
Unai Emery og lærisveinar hans í Aston Villa skóluðu Englands, bikar og Evrópumeistara Manchester City til í 1-0 sigrinum á Villa Park í gær, en Villa tókst eitthvað sem engu liði hefur tekist gegn Pep Guardiola.

Manchester City átti aðeins tvö marktækifæri í öllum leiknum og bæði komu í sömu sókninni þegar Emiliano Martínez varði í tvígang frá Erling Braut Haaland.

Eftir það tókst liðinu engan veginn að finna markið og er það nýtt met hjá lærisveinum Guardiola.

Á þjálfaraferli hans hefur þetta aldrei gerst að lið hans eigi aðeins tvö skot á markið. Ekki nóg með það þá átti Villa 22 skot á Man City og er þetta aðeins í annað sinn sem lið hans fá á sig jafn margar marktilraunir.

Villa var með öll völd á leiknum og hefði hæglega getað bætt við fleiri mörkum. Það var alla vega ljóst eftir leik gærkvöldsins að Villa ætlar sér stóra hluti á þessu tímabili og gerir sig líklegt til að komast í Meistaradeild á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner