Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. janúar 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pablo Punyed: Draumalandsleikur fyrir mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið mætir Kanada og El Salvador í vinátulandsleikjum þann 15. og 19. janúar.

Í landsliðshópi El Salvador er Pablo Punyed, miðjumaður KR. Fótbolti.net heyrði í Pablo í gær og ræddi við hann um komandi landsliðsverkefni.

Sjá einnig:
Pablo Punyed í hópnum sem mætir Íslandi

„Þetta kom mér ekki á óvart. Ég og landsliðsþjálfarinn áttum gott spjall eftir síðasta verkefni og ég vissi að ég yrði í hópnum í janúar," sagði Pablo þegar hann var spurður út í valið.

„Þetta er draumaverkefni fyrir mig að eiga möguleika á að mæta Íslandi. Það er skemmtilegt. Það skemmir svo ekki fyrir að það er möguleiki að mæta Kristjáni Flóka (Finnbogasyni, samherja úr KR) það kryddar þetta aukalega."

„Við áttum að mæta Bandaríkjunum einnig í æfingaleik en vegna póltískra ástæðna datt það verkefni upp fyrir sig svo leikurinn gegn Íslandi verður eini landsleikur El Salvador í þessum glugga,"
sagði Pablo við Fótbolta.net í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner