Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   mið 08. febrúar 2023 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
HM félagsliða í dag - Real Madrid mætir til leiks
Real Madrid er ríkjandi Meistaradeildarmeistari
Real Madrid er ríkjandi Meistaradeildarmeistari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HM félagsliða er í fullum gangi í Marokkó um þessar mundir en Real Madrid hefur leik fyrir hönd Evrópu í kvöld.


Madrid mætir Al Ahly frá Egyptalandi í undanúrslitum en Al Ahly hefur þegar leikið tvo leiki á mótinu. Liðið lagði Auckland City frá Nýja Sjálandi og Seattle Sounders frá Bandaríkjunum á leið sinni í undanúrslitin.

Sigurvegarinn í leiknum í kvöld mætir Al-Hilal frá Sádí Arabíu í úrslitum og tapliðið mætir brasilíska liðinu Flamengo í leiknum um þriðja sætið.

Karim Benzema, Thibaut Courtois.Eder Militao, Lucas Vazquez, Ferland Mendy og Eden Hazard eru meðal leikmanna sem ferðuðust ekki með Real Madrid til Marokkó.

miðvikudagur 8. febrúar

FIFA Club World Championship
19:00 Al Ahly Cairo - Real Madrid


Athugasemdir
banner