Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 08. mars 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Nadía Atladóttir (Víkingur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ægir heimski Pálsson
Adam Ægir heimski Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rannveig Bjarnadóttir
Rannveig Bjarnadóttir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Patrik Atlason
Patrik Atlason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sælan
Sælan
Mynd: Úr einkasafni
Nadía er sóknarmaður sem skoraði sjö mörk í sautján leikjum með Víkingi í fyrra. Hún er uppalin í Víkinni en lék einnig með Haukum í yngri flokkunum. Hún hefur leikið með Haukum, FH, Fjölni og Víkingi í meistarafloki.

Nadía á að baki 64 leiki í deild og bikar. Hún var á bekknum í liði ársins í Lengjudeildinni í fyrra þegar Víkingur endaði í 7. sæti deildarinnar. Hún skoraði þá þrjú mörk í tveimur bikarleikjum. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Nadía Atladóttir

Gælunafn: John kallar mig Nad veit ekki hvað það er en annars hefur það verið Nadí, Nalla , Neidí , Nadja skil ekki afhverju fólk segir ekki bara Nadía mjög einfalt

Aldur: 21 árs

Hjúskaparstaða: ætli það sé ekki ólin⛓

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: hmm minnir 2014/15

Uppáhalds drykkur: Nocco Límon

Uppáhalds matsölustaður: Alltaf KFC

Hvernig bíl áttu: Perluhvítan Polo

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gossip girl stendur alltaf fyrir sínu

Uppáhalds tónlistarmaður: Ég er mikil Frikka kona

Uppáhalds hlaðvarp: Ég hlusta allavega á alla dr.football

Fyndnasti Íslendingurinn: Adam Heimski Pálsson

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrefalt kökudeig er rosalegt

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: dhl að segja mér ég eigi pakka hjá þeim

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Úff verð að segja það væri erfitt að sannfæra mig fara eitthvert út á land

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: man bara þegar ég var yngri að taka æfingu með Patrik bróðir mínum það var erfitt stuff

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: John er fínn

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ég og Rannveig Bjarnadóttir áttum okkar moment þegar við vorum yngri, en í dag ein af mínum bestu vinkonum.

Sætasti sigurinn: sigurinn á móti Gróttu í bikarnum í fyrra var sexy

Mestu vonbrigðin: ætli það hafi ekki verið þegar mér var hent á bekkinn í síðasta leiknum í 2. flokk og það var úrslitaleikur í bikar… fannst ég ekki eiga það skilið

Uppáhalds lið í enska: United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Væri til í sæluna yfir í Vikes

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Atli Atlason

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Kári Árna er helvíti flottur😆

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ég vænt

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Atli Einarsson

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Helga Rún tekur þennan titil

Uppáhalds staður á Íslandi: Garðabæjarlaug

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: mér finnst fátt jafn skemmtilegt og þegar mamma mín er að öskra á dómarana úr stúkunni - að þeir séu ömurlegir dómarar þegar hún veit ekkert um fótbolta, svo er pabbi alltaf að sussa í henni😂

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta:

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: er mikil áhugakona um handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike veit ekki alveg hvað týpa, kaupi yfirleitt bara sem mér finnst flottast

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: ég er ekkert eðlilega slöpp í dönsku

Vandræðalegasta augnablik: þegar ég trylltist í leik útaf boltinn fór í hornfánann og aftur inná og gellurnar í hinu liðinu héldu áfram og ég hélt við ættum horn kemur svo í ljós að hornfáninn er partur af leiknum ehv sem ég vissi bara alls ekki….

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: kemur ekkert annað til greina en að taka sæluna með mér (Hrafnhildur Hjaltalín, Rósa Pálsdóttir, Krista Björt og Mist Þormóðsdóttir)

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: borða ekkert grænmeti🥦🤮

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju:

Hverju laugstu síðast: líklegast hvar ég væri

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: ætli það sé ekki þegar Þór Steinar ætlar að fá að ráða reglunum í reit eyðileggur alveg stemninguna

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Athugasemdir
banner
banner
banner